Ljósm. úr safni Skessuhorns af bílastæðinu.

Nýtt bílastæði verður gert í Jörundarholti

Á næstunni verður unnið við að gera bílastæði í Jörundarholti á Akranesi. Planið verður í vestur hluta götunnar, þar sem nú er malarplan. Grafið verður fyrir nýju bílastæði og það fyllt upp með malarfyllingu. Bílastæðið verður malbikað, kantsteinn steyptur og yfirborðið í kringum svæðið jafnað og þökulagt. Þá verður komið fyrir niðurföllum og lögnum. Akraneskaupstaður hefur óskað eftir því að íbúar fjarlægi ökutæki, kerrur, ferðavagna og annað af svæðinu. Jafnframt hafa íbúar verið beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdirnar og vegfarendur beðnir um að sýna tillitsemi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir