Myndasýning í Óðali af leikstarfi í hundrað ár

Í tilefni aldarafmælis Ungmennafélagsins Skallagríms sem er á þessu ári mun Leikdeild Umf. Skallagríms verða með myndasýningu í Samkomuhúsinu Óðali á Brákarhátíð nú um helgina. Opnun sýningarinnar verður kl. 10:00 á laugardagsmorgni. Klukkan 11:00, 12:00 og 13:00 bresta meðlimir í söng og taka nokkur lög úr leikritum liðinna ára. „Allir eru velkomnir og er ókeypis inn,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir