Fjöldi íbúða Háskólans á Bifröst settur á sölu

Háskólinn á Bifröst skrifaði nýverið undir samning við Íbúðalánasjóð um fjárhagslega endurskipulagningu vegna íbúða á Bifröst. Í framhaldinu voru auglýstar til sölu tvær eignir á Bifröst. Um er að ræða rétt tæpar hundrað íbúðir, annars vegar í Sjónarhól og hins vegar að Hamragörðum 1. Sjónarhóll er fjölbýlishús sem stendur vestan við skólahúsin en Hamraborg 1 hýsir meðal annars rekstur Hótels Bifrastar. Í auglýsingunni kemur fram að íbúðirnar verði seldar í einu lagi til sama aðila, auk möguleika á að kaupa rekstrarfélag Hótels Bifrastar. Þar er einnig tekið fram að um sé að ræða frábært tækifæri í ferðaþjónustu enda sé Bifrastarsvæðið vel staðsett og umkringt friðsælli og fallegri náttúru í vaxandi ferðaþjónustuhéraði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir