Nýtt skapgerðarmat vegna innflutnings hunda

Árlega eru um 160 hundar fluttir til Íslands víðs vegar að úr heiminum. Skilyrði til innflutnings eru m.a. bólusetning og sýnatökur auk fjögurra vikna einangrunar. Tilgangurinn er að draga úr líkum á að til landsins berist nýir dýrasjúkdómar. Samkvæmt lögum um innflutning dýra skal ekki heimila innflutning á gæludýrum sem hætta getur stafað af og því er krafist svokallaðs skapgerðarmats fyrir hunda af tilteknum tegundum. Um er að ræða hunda sem stærðar og/eða styrkleika sinna vegna geta valdið alvarlegu tjóni ef þeir hafa tilhneigingu til árásargirni. Nú hafa reglur um skapgerðarmat á innfluttum hundum verið hertar með það að markmiði að koma í veg fyrir að árásargjarnir og hættulegir hundar verði fluttir til landsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir