Tölvugerð mynd af stíg við Berugötu. Fleiri myndi í Skessuhorni vikunnar.

Hannaði göngustíg eftir strandlengju Borgarness

Vivica Anna Gardarsson kom frá Danmörku í febrúar og hefur verið í starfsþjálfun hjá teiknistofunni Landlínum í Borgarnesi, en hún á ættir sínar að rekja í Borgarfjörðinn. Vivica er að ljúka bachelor námi í landslagsarkitektúr við Háskólann í Kaupmannahöfn. Samhliða starfsnáminu hefur hún verið að vinna að lokaverkefni þar sem viðfangsefnið er göngustígur meðfram strandlengjunni í Borgarnesi. „Mér finnst vanta fleiri göngustíga í Borgarnesi. Svona stígar eru um allt í Kaupmannahöfn og þaðan kemur í raun hugmyndin,“ segir Vivica.

„Umhverfið við Borgarnes er fallegt og bærinn er ríkur af sögu. Hér stoppa margir ferðamenn og umferð í gegnum bæinn er orðin töluverð. Svona stígur gæti því verið góður bæði fyrir íbúa og ferðamenn,“ segir Vivica í samtali við Skessuhorn. Í verkefninu kemur einnig fram áhrif stígsins á lýðheilsu en bætt aðgengi að útivistarstíg gæti verið hvatning fyrir fólk til að hreyfa sig meira. Það myndi þá hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hún segir þó ekki víst að stígurinn verði lagður enda hafi þetta fyrst og fremst verið skólaverkefni hjá henni. Hún bætir því þó við að möguleikinn sé vissulega fyrir hengi, en líklega verði fjármagn og framkvæmdavilji sveitarstjórnarfólks að ráða því hvort ráðist verði í svona framkvæmdir.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir