
Faxaflóamót kjölbáta og fjöldi báta því væntanlegur
Faxaflóamót kjölbáta verður haldið um helgina, dagana 24. til 26.júní. Keppnin hefst kl. 17.00 á morgun þegar siglt verður frá Reykjavík til Akraness. Þar munu félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara taka á móti keppendum og grillað verður í hafnarhúsinu. Á laugardeginum verða teknir nokkrir leggir um flóann og endað svo aftur í grillveislu í hafnarhúsinu um kvöldið. Á sunnudagsmorgun verður ræst í síðasta hluta keppninnar, þegar siglt verður frá Akranesi til Reykjavíkur. Fyrir utan fjölmargar keppnisskútur má búast við þó nokkrum skútum sem verða á sveimi, eigendum til ánægju og yndisauka. Gaman gæti verið fyrir gesti að fylgjast með umferðinni sem keppninni fylgir.
Nánari dagskrá: http://brokey.is/wp-content/uploads/2016/06/Faxafl%C3%B3ahafnir-2016.pdf