Stykkishólmsbær hefur lýst yfir áhuga á að efna til viðræðna um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi með vinnuheitið „Eyrbyggjabær“. Hann er þarna auðkenndur með bláum lit.

Áhugi fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur lýst yfir áhuga á að efna til viðræðna um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Um er að ræða sveitarfélögin Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshrepp og Grundarfjarðarbæ. Með slíkri sameiningu yrði til sveitarfélag með um 2.200 íbúa. Að sögn Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar hefur síðustu misseri verið unnið skipulega að því í Stykkishólmi að kortleggja þá kosti sem bærinn hefur svo fjölga megi atvinnutækifærum, íbúum og bæta búsetukosti í bænum. Horft hafi verið til ýmissa atriða og efnt hafi verið til samkomu sem kölluð var „hugarflugsfundur.“ „Þar mættu til samráðs með heimamönnum brottfluttir vildarvinir bæjarins og ráðgjafar. Ein af forsendum fyrir tillögum hópsins var að auka hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins með því að sameina þessi fjögur sveitarfélög. Með þeirri sameiningu fengist um 2.200 íbúa sveitarfélag sem gæti orðið mjög öflugt til sóknar og varnar í þágu íbúa,“ segir Sturla.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir