Blái hluti vegarins málaður. Ljósm. þa.

Útnesvegur í regnbogans litum

Útnesvegur á milli Rifs og Hellissands á Snæfellsnesi er heldur betur líflegur á litinn þessa dagana. Ástæðan er sú að verið er að gera rannsókn á því hvort hægt sé að fæla kríuungana af malbikinu með því að mála veghluta með skærum litum. Það eru þau Kristinn Kristinsson og Hanna Kristrún líffræðingar hjá Vör sjávarrannsóknasetri sem standa að þessari rannsókn, en Skessuhorn hefur áður fjallað ítarlega um tilurð verkefnisins. Vonast er til að kríuungarnir vilji síður sitja á lituðu malbiki þar sem raunverulegur litur þess er einnig felulitur unganna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir