Tökur á sjónvarpsþáttaröð standa yfir

Í gær fóru fram tökur fyrir sjónvarpsþáttaröðina „Fangar“ á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þáttaröðin er framleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu Mystery sem framleiddi m.a. kvikmyndina Málmhaus sem Ragnar Bragason leikstýrði en hann leikstýrir einnig þessari þáttaröð. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári en mikið er lagt í þá; þeir hafa fengið styrk bæði frá Kvikmyndamiðstöð Íslands sem og hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Allar ríkissjónvarpsstöðvar Norðurlandanna hafa tryggt sér réttinn á að sýna þá. 40 manns unnu við gerð þáttaraðarinnar í gær og þær halda áfram í dag á sjúkrahúsinu. Aðeins eru fyrirhugaðir þessir tveirtökudagar á Akranesi áður en lokið verður við að taka upp þættina á höfuðborgarsvæðinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir