Smíðaði afsteypu af góðkunningja Grundarfjarðar

Unnsteini Guðmundssyni í Grundarfirði er margt til lista lagt en hann starfar sem vélstjóri hjá G.Run hf þegar hann er ekki að hanna vélar eða smíða listaverk. Hann hannaði til að mynda sporðskerann sem fjallað var um í Skessuhorni á síðasta ári. Unnsteinn hefur nýlokið við smíði á stærðarinnar hvalsugga sem prýðir nú Paimpol garðinn í Grundarfirði. „Ég fékk þessa hugmynd í mars 2013 þegar ég var að róa á kajak á Grundarfirði innan um alla hvalina,“ segir Unnsteinn í léttu spjalli við fréttaritara. „Ég sat í kajaknum á spegilsléttum firðinum þegar þessi uggi kom upp rétt fyrir framan mig.“ Unnsteinn smellti mynd af hvalnum Thunderstorm. „Svo var það skömmu síðar að ég sé þennan ugga koma syndandi að mér og rétt áður en hann kemur að bátnum leggst hann á hliðina og syndir undir mig. Við horfumst í augu í eitt augnablik og virðum hvorn annan fyrir okkur áður en hann syndir áfram,“ segir Unnsteinn og kvað það hafa verið magnað augnablik enda mikilfengleg skepna.

Nánar er rætt við Unnstein í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir