Safnarasafn opnað á Akranesi

Safnarasafnið á Akranesi var opnað á þjóðhátíðardaginn. Safnið samanstendur af ólíkum einkasöfnum sem eru í eigu nokkurra Akurnesinga. Hjónin Kristbjörg Traustadóttir og Björgvin Björgvinsson stóðu fyrir opnun safnsins og halda utan um það í sumar. Akraneskaupstaður útvegaði húsnæðið og allt sem þurfti til að hægt væri að setja safnið upp. „Við fórum á fund hjá Akraneskaupstað og spurðum hvort það væri áhugi fyrir þessu af hálfu bæjaryfirvalda. Hér eru margir safnarar sem langar að sýna hlutina sína. Hlutirnir eru allir í einkaeigu og við unnum þetta öll í sjálfboðavinnu. Það er enginn kostnaður við safnið sem leggst á bæjarbúa,“ segir Kristbjörg. Safnið er til húsa í gamla Landsbankahúsinu og er opið á sama tíma og upplýsingamiðstöðin á virkum dögum. „Svo vöktum við það á laugardögum og það verður væntanlega opið á sunnudögum þessar stóru helgar í sumar,“ segir Kristbjörg.

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir