Úr síðasta leik Skagamanna gegn Blikum. Ljósm. gbh.

Gömlu stórveldin KR og ÍA mætast á morgun

Skagamenn leika sinn áttunda leik í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag. Leikurinn er gegn KR og spilaður í Vesturbænum í Reykjavík og hefst klukkan 19:15. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið; Skagamenn eru komnir í erfiða stöðu og sigur í leiknum myndi gera mikið fyrir liðið en það situr í næstsíðasta sæti með fjögur stig. KR hefur valdið vonbrigðum það sem af er sumri; Liðið er í áttunda sæti með níu stig en flestir fjölmiðlar landsins spáðu þeim í efstu þrjú sætin. Það er því töluvert undir þegar þessir gömlu erkifjendur mætast. Leikir liðana hafa verið fjörlegir og skemmtilegir í gegnum tíðina og eiga þessi lið mikla og áhugaverða sögu. Margir vilja meina að það sé eitthvað sérstakt við þessa leiki.

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.