Atvinnuleysi í lágmarki

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.600 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í maí 2016, sem jafngildir 86,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 195.400 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,1%. Samanburður mælinga fyrir maí 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um tvö prósentustig. Atvinnulausum fækkaði um 5.000 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 2,7 prósentustig. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn lágt í maímánuði síðan árið 2005 þegar það mældist einnig 4,1%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir