Tengibrunnur við Brákarey, en ýmsar framkvæmdir eru nú í gangi við frágang og tengingar þannig að hægt verði að taka skólphreinsistöðina í Borgarnesi í notkun. Ljósm. arg.

Undirbúa úthlaup við Borgarnes

Starfsmenn Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, vinna þessar vikurnar að undirbúningi sjólagnar frá nýrri dælustöð í Brákarey. Koma á útfallsröri 650 metra frá eyjunni og leggja það áleiðis út í fjörð. Samhliða þessu er unnið við lögn frá Bjarnarbraut út í Brákarey. Samsetning lagnarinnar hefur farið fram á Seleyri að undanförnu eins og glöggir vegfarendur hafa tekið eftir. Gríðarstórt plaströr er þar í samsetningu og komið fyrir á því steynsteyptum sökkum. Að sögn Ólafar Snæhólm upplýsingafulltrúa Veitna verður lögnin dregin út á fjörðinn síðar í sumar og henni sökkt. Fyrir haustið á verkinu að verða lokið og ný dælustöð þá tekin í notkun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir