Svipmynd frá Gleðileikunum í Borgarnesi fyrr á þessu ári. Myndin er úr safni og ótengd fréttinni.

Stutt við verkefni sem efla á sjálfsmynd drengja og stúlkna

Afhending styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands fór nýverið fram við hátíðlega athöfn í Iðnó í Reykjavík. Tæplega 100 milljónir króna voru til úthlutunar og voru styrkir veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Meðal styrkhafa er Anna Magnea Hreinsdóttir í Borgarnesi. Hlaut hún eina milljón króna fyrir verkefni sem hún nefnir: „Ekki vera yfir aðra hafin, né undir aðra gefin heldur standa jafnfætis öðrum.“ Meginmarkmið verkefnisins er að efla sjálfsmynd drengja og stúlkna í skólum Borgarbyggðar. Áhersla verði lögð á að vinna sérstaklega með fimm, tíu og fimmtán ára drengi og stúlkur. Mótuð verða námskeið sérsniðin annars vegar að drengjum og hins vegar að stúlkum sem haldin verða árlega. Tilgangur námskeiðanna er að vinna sérstaklega með sjálfsmynd drengja með námsefni sem hæfir þeim. Einnig að vinna sérstaklega með sjálfsmynd stúlkna með námsefni sem hæfir stúlkum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir