Jógvan og félagar fengu strax laxa í Langá í morgun

„Við vorum að byrja og það er mikið af fiski um alla á. Erum nú búnir að fá tvo laxa strax og setja í fleiri,“ sagði Jógvan Hansen söngvari á bökkum Langár á Mýrum í morgun, en þar hófst veiðin einmitt í dag. Talsvert er um liðið síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni og fyrir ofan teljara hafa aldrei gengið fleiri laxar á þessum tíma. „Þetta verður veisla ef svona heldur áfram, fiskur er víða og mikið æti. Ætli maður setji ekki fisk bráðum,“ sagði Jógvan hress í bragði og sérlega ánægður að vera kominn á árbakkann enn og aftur. Hann veiðir þarna með frændum sínum frá Færeyjum, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, og fleirum góðum mönnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira