Steina við myndir frá sér á kirkjutröppunum á Akureyri.

Gleðin sem gjöf er heiti ljósmyndasýningar Steinu Matt

Steinunn Matthíasdóttir ljósmyndari í Búðardal hefur sett upp ljósmyndasýninguna Gleðin sem gjöf í kirkjutröppum Akureyrarkirkju. „Sýningin stendur fyrir virðingu og lífsgleði með það í huga að vekja fólk til umhugsunar um virðingu fyrir þeim sem eldri eru og lífsgæðum þeirra. Ljósmyndasýningin er sett upp í samstarfi við Helgu Möller söngkonu í tilefni flutnings hennar á laginu Tegami-bréfið í Akureyrarkirkju sunnudaginn 19. júní síðastliðinn,“ sagði Steina í samtali við Skessuhorn. Ljósmyndaverkin 14 á sýningunni eru hluti af seríu sem telur 64 andlitsmyndir sem Steinunn hefur unnið vegna „Inside Out Project“ og verður sett upp í Búðardal í júlí í sumar.

Um samstarf þeirra Steinunnar og Helgu segir hún: „Sameiginlega vinnum við með hugtakið virðing og viljum vekja athygli á lífsgæðum eldri borgara, mikilvægi þess að finna gleðina sama hvernig lífið leikur okkur og vekja fólk til umhugsunar um hvernig við getum öll átt þátt í að veita gleði.“ Sýningin á kirkjutröppunum er einnig hluti af Listasumri 2016 á Akureyri sem stendur til 31. ágúst nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira