Forsetakosningum lokið í Flatey

 

Í gær var atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Flatey á Breiðafirði. Á vef Reykhólahrepps segir að sýslumaður Vestfjarða hafi mætt í eyjuna og nýttu allir sex íbúarnir í eyjunni atkvæðisrétt sinn. Auk þeirra nýttu 16 aðkomumenn tækifærið og greiddu atkvæði utan kjörfundar í Flatey þennan dag, en kosið var í Frystihúsinu. Í frétt á Reykhólavefnum segir jafnframt að á morgun, miðvikudag, verði boðið upp á að greiða atkvæði utan kjörfundar á Reykhólum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir