Tveimur grindhvölum komið til bjargar

Tveir grindhvalir syntu upp í kletta við Elínarhöfða á Akranesi seint í gærkvöldi. Félagar úr Björgunarfélagi Akraness brugðust skjótt við, fóru á staðinn og ýttu hvölunum á flot aftur. Að sögn Önnu Leif Elídóttur, sem var á staðnum, virtist sem að minnsta kosti annar hvalurinn hafi verið særður. Engu að síður náðist að stugga við þeim báðum og syntu þeir til hafs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir