: Frá vinstri: Erla Gunnlaugsdóttir formaður menningarnefndar Snæfellsbæjar, Auður Grímsdóttir, Sæmundur Kristjánsson Snæfellsbæingur ársins 2016, Ragnheiður Víglundsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson frá menningarnefnd. Ljósm. af.

Sæmundur er Snæfellsbæingur ársins

Menningarnefnd Snæfellsbæjar útnefndi Sæmund Kristjánsson Snæfellsbæing ársins 2016 á þjóðhátíðardaginn. Sæmundur er fæddur á Hellissandi en fjögurra ára gamall flutti hann til Rifs. Hann fór til náms í vélsmiðunni Steðja í Reykjavík en eftir námið koma hann heim í Rif með unda stúlku sér við hlið; Auði Grímsdóttur sem er eiginkona hans í dag. Byggði þau sér hús í Rifi. Þau hjón eiga þrjú börn; Grím, Kristján og Iðunni.

Sæmundur hefur unnið margvíslega vinnu í gegnum tíðina. Til dæmis hefur hann unnið við beitningu, rekið vélaverkstæði, unnið við vatnsveituframkvæmdir, holræsagerð og var auk þess lengi verkstjóri hjá Snæfellbæ. Sæmundir er mikið náttúrubarn og náttúruverndarsinni og er mikill sagnamaður. Hann er sérlega fróður um sögu Snæfellsness og hefur lagt sig fram um viðhald sagna. Sæmundur hefur ásamt fleirum unnið við að merkja gönguleiður á Snæfellsnesi og síðan á fullorðinsárum tók hann leiðsögumannanám í fjarnámi. Sæmundur gengur mikið og hefur tekið að sér leiðsögn fyrir ferðafólk, hestamenn og gönguhópa, um allt Snæfellsnes. Víðtæk kunnátta hans á svæðinu, bæði sögu þess og landfræðilega er einstök og er hann því vel að nafnbótinn Snæfellsbæingur ársins kominn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir