Fékk veglegan námsstyrk frá Landsbankanum

Fimmtán námsmenn fengu nýverið námsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Styrkirnir voru þá veittir í tuttugasta og sjöunda sinn og nam heildarupphæð styrkjanna sex milljónum króna. Styrkirnir eru veittir í fimm flokkum: Til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi og til listnema. Alls bárust rúmlega 700 umsóknir. Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla og framúrskarandi námsmenn með framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna, greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa og afreka í íþróttum, svo eitthvað sé nefnt. Skagakonan Guðrún Valdís Jónsdóttir var ein þeirra sem hlaut styrk í ár, að upphæð 400 þúsund krónur.

Nánar í næsta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.