Bilun orskakaði sandblástur yfir nærliggjandi hús

Í gær varð bilun í búnaði til þess að sandsíló á athafnasvæði fyrrum Sementsverksmiðju á Akranesi yfirfylltist og sandmökk lagði yfir nærliggjandi hús og garða. Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, sagði í samtali við fréttastofu RUV að óhappið hafi orðið vegna mannlegra mistaka þegar verið var að framleiða þurrkaðan og malaðan sand. Fyrir mistök yfirfylltist sandsíló þannig að talsvert magn af sandi þrýstist út. Rykmökkurinn var svo mikill að um tíma byrgði sýn í nágrenninu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar sem nágrannar hafa áður orðið fyrir tjóni þegar sement hefur sloppið út óttuðst þeir hið versta í fyrstu. Þegar í ljós kom að einungis var um sand að ræða léttist heldur brúnin á fólki. Engu að síður lá þykkt lag af sandi yfir öllu. Slökkvilið Akraness var kallað út til að hreinsa svæðið umhverfis verksmiðjuna. Að sögn nágranna verksmiðjunnar sem búa við Mánabraut, var þeim ekki boðin hreinsun á sandlaginu sem liggur þar yfir öllu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira