Víðgelmir nú aðgengilegur öllum

Hjónin Stefán Stefánsson og Þórhalla Laufey Guðmundsdóttir keyptu síðasta haust jörðina Fljótstungu í Borgarfirði. Þau hjónin, ásamt börnum sínum, hafa staðið í miklum framkvæmdum þar undanfarnar vikur, nánar tiltekið í hellinum Víðgelmi sem tilheyrir Fljótstungu. Þau Stefán og Þórhalla eru sjálf búsett á Akureyri en elsti sonur þeirra, Hörður Míó Ólafsson, er staðarhaldari í Fljótstungu og sér um starfsemina þar.

Í Skessuhorni vikunnar er sagt frá framkvæmdum í og við hellinn, sem meðal annars eru til að bæta aðgengi að þessum eina fegursta hraunhelli hér á landi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir