Svipmynd úr starfi Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Ljósm. úr safni, sem tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Tónlistarskólafólk langþreytt á samningsleysi

Tónlistarkennarar fjölmargra tónlistarskóla hafa síðustu daga sent frá sér ályktanir og yfirlýsingar þar sem þeir lýsa furðu yfir þeirri stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tónlistarskólakennarar innan Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla (FT) hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í deilunni. Hin ýmsu félög tónlistarskólafólks hafa ályktað. Þar segir efnislega að á síðustu árum hafi myndast launabil milli kennara og stjórnenda í FT og sambærilegra hópa í öðrum skólagerðum. „Þá þróun er nauðsynlegt að stöðva og leiðrétta,“ sagði meðal annars í ályktun kennara og stjórnenda við Tónlistarskólann á Akureyri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir