Hafliði Elíasson ásamt dóttur sinni Elísu. Ljósm. sm.

Nýr rekstraraðili tekur við Leifsbúð

Hafliði Elíasson hefur tekið við rekstri Leifsbúðar í Búðardal og var opnað með nýjum áherslum í vikunni sem leið. Opnunartími hefur lengst og er nú opið frá klukkan 12 til 15 og 18 til 22.  Áhersla er lögð á fjölbreyttan mat samhliða hefðbundnu kaffi og bakkelsi. Súpa dagsins verður fastur liður ásamt völdum sjávarréttum og hópar geta pantað hlaðborð með fyrirvara. Áætlað er að bjóða upp á ýmsa viðburði og sá fyrsti var síðastliðið laugardagskvöld þegar Bjartmar Guðlaugsson hélt tónleika í Leifsbúð. Nánari upplýsingar má finna á www.leifsbud.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir