Jón Jóel í fyrstu miðnæturgöngu sumarsins ásamt þýsku pari.

Ganga á Snæfellsjökul á sumarsólstöðum

Hjónin Jón Jóel Einarsson og Þuríður Maggý Magnúsdóttir reka á Arnarstapa ferðaþjónustufyrirtækið Go West, eða „Út og vestur“ eins og það kallast á íslensku. Undanfarin ár hafa þau boðið upp á svokallaða sólstöðugöngu í júní, þar sem gengið er upp á Snæfellsjökul á sumarsólstöðum og niður aftur. Að sögn Jóns Jóels er það Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sem stendur fyrir göngunum en Go West heldur utan um þær og hefur gert síðustu fjögur ár, með góðum árangri. „Þetta eru að jafnaði fjórir tímar upp og svo tekur tvo til þrjá tíma að fara niður. Gangan hefst klukkan 20 þannig að við erum komin niður um klukkan tvö til þrjú að nóttu. Við förum 18. júní ef veðurspáin verður ekki þeim mun verri, annars frestum við göngunni um einn dag. En það hefur ekki klikkað góða veðrið síðan við byrjuðum að leiða þetta, segir Jón Jóel í samtali við Skessuhorn.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir