Ofurhlaupari sem henti út ruslfæðinu fyrir tveimur áratugum

„Ég tók til í mataræðinu árið 1995. Þá henti ég út öllu drasli og byggði matinn upp á kjöti, fiski, grænmeti og ávöxtum. Kökum, kexi, brauðmeti og öðru ruslfæði henti ég út. Ég er vandlátur á brauð til dæmis og henti einnig út öllu næringarsnauðu fyllifóðri. Ég líki þessu við að það þýðir ekki að hálffylla bensíntankinn með vatni þó að bensínið sé dýrt.“ Þetta segir ofurhlauparinn Gunnlaugur A Júlíusson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, sem þakkar m.a. réttu mataræði góðum árangri í langhlaupum.

Í Skessuhorni í dag er ítarlegt viðtal við Gunnlaug sveitarstjóra í Borgarbyggð. Að öðrum ólöstuðum er hann einn fremsti ofurhlaupari heims, en allt um það í Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir