Jón Þór Þórðarson þjálfari. Ljósm. Facebook Körfuknattleiksfélags ÍA.

Jón Þór Þórðarson nýr þjálfari ÍA í körfuknattleik

Náðst hefur samkomulag milli Jóns Þórs Þórðarsonar og stjórnar Körfuknattleiksfélags ÍA þess efnis að Jón Þór taki við aðalliði félagsins. Þetta staðfestir Örn Arnarson formann deildarinnar í samtali við Skessuhorn. Jón Þór tekur við starfinu af spilandi þjálfurunum Áskeli Jónssyni og Fannari Helgasyni en búist er við því að þeir muni leika áfram með liðinu næsta haust. Jón Þór lét nýverið af störfum sem íþróttafulltrúi ÍA en þeirri stöðu hafði hann gegnt í áratug. Jón Þór þekkir félagið vel enda spilaði hann 249 leiki fyrir Skagann áður en hann hætti árið 2008. Leikjafjöldinn gerir hann að næstleikjahæsta leikmanni ÍA frá upphafi. Hann hefur einnig í mörg ár þjálfað yngri flokka í körfubolta á Akranesi og mun halda því því starfi áfram í vetur.

Skagamenn komust í úrslitakeppni fyrstu deildar á síðastu leiktíð en duttu út á móti liði Fjölnis. Skagamenn hefja því leik í fyrstu deildinni í haust líkt og undanfarin ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir