Inga María stefnir að plötuútgáfu í desember

Inga María Hjartardóttir er 22 ára Skagakona sem vinnur nú að útgáfu sinnar fyrstu plötu. Inga stundar nám í Boston í Bandaríkjunum við Berklee College of Music. Hún hefur verið við nám í Berklee síðan haustið 2013 en á nú aðeins eina önn eftir og verður plötuútgáfan hennar fyrsta verk eftir útskrift. „Ég hef lengi ætlað mér að gefa út þessa plötu; ég byrjaði að semja lögin á hana á mínu öðru ári í Bandaríkjunum, árið 2014,“ segir Inga María en hún semur öll lög og texta á plötunni. „Mér fannst mjög erfitt að byrja að semja og fyrst fannst mér svolítið óþægilegt að spila lögin fyrir aðra. Ég hafði aldrei áður spilað lög eftir sjálfa mig fyrir aðra og mér leið eins og ég væri að lesa upp úr dagbókinni minni.“

Nánar er rætt við Ingu Maríu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira