Ha! Hvað sagðir þú?

Það líða um sjö ár að meðaltali frá því að fólk verður vart við heyrnarskerðingu þar til það leitar sér aðstoðar. „Það er líklega vegna þess misskilnings að eðlilegt sé að bíða með að fá sér heyrnartæki þar til maður er orðinn gamall. Fólk á öllum aldri notar gleraugu og það dettur engum í hug að bíða með að fá sér þau þar til viðkomandi eldist. Það sama ætti að eiga við um heyrnartæki, fólk á öllum aldri hefur not fyrir þau,“ segir Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur.

Ef þú ert t.d. hætt/ur að heyra í lóunni, pípinu þegar uppþvottavélin er búin að þvo, nú eða makanum, þá ættir þú að fræðast nánar um það nýjasta í heyrnartækjatækninni. Það er hægt með lestri á viðtali við Ellisif í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir