Eftirlit með matjurtum flyst til sveitarfélaga

Um síðustu mánaðamót tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995. Með breytingunni flyst eftirlit með framleiðslu matjurta frá Matvælastofnun til heilbrigðisnefnda (heilbrigðiseftirlits) sveitarfélaga en framleiðsla matjurta telst til frumframleiðslu.  Breytingin er gerð að ósk opinberra eftirlitsaðila. „Lagabreytingin mun einfalda aðstæður fyrir framleiðendur matjurta sem munu eingöngu vera undir eftirliti eins aðila, þ.e. hlutaðeigandi heilbrigðiseftirlits. Þetta er jafnframt hagkvæmara fyrir íslenska ríkið og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun, sem eftir sem áður verður með eftirlit með allri frumframleiðslu matvæla annarra en matjurta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira