4G sambandi komið á í Stykkishólmi

Símafyrirtækið Nova hefur nú sett upp 4G sendi í Stykkishólmi sem stórbætir þjónustu viðskiptavina fyrirtækisins á svæðinu. „Við hlökkum til að geta þjónustað viðskiptavini okkar í þessum landshluta enn betur,“ segir í tilkynningu. Nova er annað stærsta farsímafyrirtækið hér á landi og var fyrst íslenskra símafyrirtækja til þess að bjóða 4G/LTE þjónustu. „4G/3G þjónusta Nova nær til 96% landsmanna en sífellt er unnið að því að efla og þétta kerfið enn frekar.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir