
Lið Strætó Norðurlandameistarar 2016
Vagnstjórar Strætó bs. sigruðu í liðakeppninni á árlegu Norðurlandamóti í ökuleikni strætisvagnabílstjóra sem fram fór í Reykjavík um helgina. Íslenskir vagnstjórar hafa með þessum sigri unnið keppnina tólf sinnum auk þess sem þeir hafa unnið ellefu silfurverðlaun og ein bronsverðlaun frá upphafi. Vagnstjórar Norðurlanda hafa att kappi í ökuleikni síðan 1976 en reykvískir vagnstjórar hófu þátttöku 1983. Finnar urðu í öðru sæti á mótinu og lið Noregs hlaut bronsið. Liðið var skipað vagnstjórunum Sigurjóni Guðnasyni, Þórarni Söebech, Andrési B Bergssyni, Pétri G.Þ Árnasyni, Einari Árnasyni og Bjarna Tryggvasyni. Í einstaklingskeppninni varð Finninn Timo Kettunen Norðurlandameistari, Sigurjón Guðnason hlaut silfur og Þórarinn Söebech brons. Liðsstjórn, framkvæmd og skipulag var í höndum stjórnar Akstursklúbbs; Harðar Tómassonar, Kristjáns Kjartanssonar og Jóhanns Gunnarssonar.