Hérna eru frá vinstri þær Anna Rafnsdóttir og Sólrún og Mjöll Guðjónsdætur ásamt krökkunum á Eldhömrum. Ljósm. tfk.

Kvenfélagið í Grundarfirði gaf þríhjól

Kvenfélagið Gleym mér ei færði nemendum á elsta stigi Leikskólans Sólavalla í Grundarfirði veglega gjöf á dögunum. Þá komu kvenfélagskonur færandi hendi með tvö þríhjól til notkunar fyrir nemendur. Elsta stig leikskólans flutti á dögunum upp í Grunnskóla Grundarfjarðar og eru nemendurnir á sér deild þar. Enn er verið að safna leikföngum og námsefni fyrir deildina og því kom þessi gjöf kvenfélagsins sér einkar vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir