Skýr frá Skálakoti stóð langefstur í undankeppninni í A flokki. Knapi er Jakob Svavar Sigurðsson. Ljósm. iss.

Glæsileg hross frá Vesturlandi á leið á LM á Hólum

Úrtökumót hestamannafélaga á Vesturlandi vegna komandi Landsmóts hestamanna á Hólum í Hjaltadal var haldið í Borgarnesi um liðna helgi. Þar komu fram hross og knapar frá öllum fimm hestamannafélögunum á Vesturlandi. Félögin Snæfellingur, Faxi og Skuggi senda síðan þrjá eða þrjú efstu á LH í hverjum flokki, en Glaður og Dreyri senda tvo fulltrúa í hvern flokk. Óhætt er að segja að árangur Vestlendinga lofi góðu um árangur á LM í lok þessa mánaðar. Ágætar einkunni, glæsileg hross og færir knapar.

Í Skessuhorni sem kemur út í fyrramálið birtist samantekt beggja mótsdaganna í Borgarnesi um liðna helgi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir