Bleikum blæ bregður yfir sveitir

„Bleikir akrar – slegin tún,“ syngur bóndinn og alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit hástöfum í dráttarvélinni þessa dagana. Eins og greint var frá í Skessuhorni í liðinni viku hófst sláttur viku af júní á bænum. Taðan hefur síðan verið þurrkuð, henni rúllað og loks pakkað í bleikt rúlluplast.  Liturinn er tákn um stuðning bænda við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Fjölmargir fleiri bændur á Vesturlandi hafa nú byrjað slátt og nýta þurrkinn þessa dagana til að ná úrvals heyjum. Sjálfur kveðst Haraldur búinn að slá í þessum fyrsta slætti allt sem forsvaranlegt er að slá sökum sprettu, einungis einhverjir tíu hektarar sem bíða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir