Aðalsteinn Pétursson, Andrés Eyjólfsson í Síðumúla ásamt Snata og grálúsugum laxi.

Ævintýralega góð byrjun í Þverá – fyrsta holl fékk 146 laxa

Laxveiðin byrjar svo sannarlega með látum. Laxar hafa jafnvel sést í laxveiðiám þar sem þeir koma venjulega ekki fyrr en í lok þessa mánaðar. „Þetta er meiriháttar byrjun í Þverá og Kjarará enda fiskur kominn víða um ána og mikið af honum á nokkrum stöðum,“ sagði Aðalsteinn Pétursson sem hefur verið á bökkum árinnar fyrstu dagana eftir að opnað var á sunnudaginn. Fyrsta holl var að ljúka veiði eftir hádegið í dag og komu 146 laxar á land. „Það voru grálúsugir laxar að ganga á flóðinu í morgun. Siggi Raflax sá stóra torfu koma upp ána þar sem hann var að veiða neðarlega í Þverá,“ sagði Aðalsteinn. Á meðfylgjandi mynd er hann með Andrési Eyjólfssyni leiðsögumanni í Þverá og Kjarará.

Líkar þetta

Fleiri fréttir