Víðtæk leit að manni á Snæfellsjökli

Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a Vesturlandi voru nú síðdegis kallaðar út til leitar að göngumanni á Snæfellsjökli. Sá varð viðskila við félaga sinn um hádegisbil í dag og síðan hefur ekki orðið vart við hann. Leitað verður á snjóbílum og vélsleðum auk þess sem gönguhópar verða sendir á jökulinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira