Verslunin Bjarg flutt tímabundið á Kalmansvelli

Verslunin Bjarg við Stillholt á Akranesi mun verða tímabundið flutt í annað húsnæði frá og með 17. júní. „Ástæða þess er að við ætlum að fara í miklar endurbætur og viðgerðir á húsnæði verslunarinnar að Stillholti 14. Stefnum við á að opna nýja og glæsilega verslun í byrjun ágúst og fagna þá um leið 50 ára afmæli verslunarinnar,“ segir Rakel Óskarsdóttir í Bjargi. Vegna flutninganna verður 15% afsláttur af vörum fram að flutningum og verslunin síðan lokuð laugardaginn 18. júní og mánudaginn 20. júní. „Við opnum svo verslunina á Kalmansvöllum 1 þar sem verslun Nettó var (við hlið Olís) þriðjudaginn 21. júní,“ segir Rakel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir