UniJon í Pakkhúsinu Englendingavík

Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi eru músíkalskt par búsett á Stokkseyri. Saman kalla þau sig UniJon. Þau gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spilað sem dúett. Tónlist þeirra er á rólegu, þjóðlegu og rómantísku nótunum. UniJon hafa því verið rómuð fyrir ljúfsára og notalega stemningu, þar sem gestum gefst kostur á að slaka á og sleppa tökum á amstri hversdagsins. Dúettinn mun leika sína eigin tónlist í bland við gömul íslensk dægurlög. Tónleikarnir í Pakkhúsinu í Englendingavík verða fimmtudagskvöldið 16. júní og hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir