Örn Kjartansson með fallegan lax úr Kjarará í gærmorgun. Ljósm. gb.

Þverá og Kjarará byrjuðu með látum

Segja má að laxveiðin hafi byrjað með látum í Þverá og Kjarará í Borgarfirði í gærmorgun. Fyrsta hálfa veiðidaginn fengust 50 laxar auk þess sem margir sluppu af öngli veiðimanna, en fiskurinn tók mjög grannt. Það var kalt við ána þessar fyrstu veiðistundir. Fiskur er genginn upp alla á og mikið er að sjá í mörgum hyljum. ,,Þetta var frábær byrjun,“ sagði okkar maður á staðnum. Stærsti laxinn á land þennan fyrsta veiðidag var 94 sentimetrar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira