Straumlaust og rafmagnstruflanir næstu nótt

Rarik vill koma því á framfæri við raforkunotendur á Staðarsveitarlínu á Snæfellsnesi að Bláfeldi og Laugargerðislínu, að rafmagnslaust verður aðfararnótt þriðjudagsins 14. júní frá miðnætti til kl. 07:00 vegna vinnu á 66 kV flutningslínu Landsnets. Búast má við rafmagnstruflunum á norðanverðu Snæfellsnesi á sama tíma. „Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir