Ætla að reyna að uppræta lúpínu á Búðarkletti

Hollvinasamtök Borgarness og Borgarbyggð hafa ákveðið að ráðast í að endurheimta gróðurfar á Búðarkletti fyrir ofan Landnámssetur. Endurheimt gróðurs felur m.a. í sér eyðingu lúpínu sem þekur nú nær allt holtið. Er þetta verkefni hugsað sem tilraunaverkefni til 5-7 ára. Miðvikudaginn 15. júní er fyrirhugað að blása til fyrstu sóknar með sameiginlegu átaki. „Eins og kunnugt er eru hollvinasamtökin ekki mjög formleg samtök, en framlag þeirra væri í formi sjálfboðavinnu fólks sem mögulega gæti gefið sér tíma til að mæta við Búðarklett kl. 15.00 þennan dag til að reita lúpínu. Verkið er ekki erfitt og verður unnið með aðstoð starfsmanna bæjarvinnunnar, en gott væri ef fólk tæki með sér vinnuhanska. Unnið verður með hléum frá kl. 15.00 til 19.00 og verður hægt að mæta hvenær sem á þeim tíma og leggja málinu lið. Um kl. 17 verður boðið uppá hressingu. Hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.