Skjáskot úr myndbandi sem sýnir atvikið.

Slys í torfærukeppni

Í torfærukeppni sem haldin var í malargryfju við Fellsenda norðan Akrafjalls í gær varð það óhapp að keppnisbifreið rakst harkalega utan í konu sem var að ljósmynda á vettvangi. Hún féll fram fyrir sig þannig að andlitið skall í jörðina og kynnbeinsbrotnaði hún við höggið. Félagar í Flugbjörgunarsveitunum á Hellu og Björgunarfélagi Akraness brugðust skjótt við. Konan var flutt á HVE á Akranesi til aðhlynningar. Líðan hennar er góð eftir atvikum, samkvæmt frétt á vef Akstursíþróttasambands Íslands. Að sögn lögreglu má rekja slysið til tveggja atriða. Annars vegar að konan var heldur nærri braut en æskilegt var, en hins vegar hafi orðið bilun í keppnisbíl sem hafi því farið út úr braut með fyrrgreindum afleiðingum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir