Þyrlan að hefja sig á loft. Ljósm. af.

Ný lúksussnekkja marar við Ólafsvík

Snæfellsnes virðist vera vinsælt meðal eigenda svokallaðra ofursnekkja. Nú liggur snekkjan Cloudbreak fyrir ankerum utan við höfnina í Ólafsvík. Snekkja þessi er ný, smíðuð á þessu ári og sjósett í Þýskalandi í maí. Því má gera ráð fyrir að hún sé í sinni Jómfrúarferð. Snekkjan er 72,5 metrar að lengd og 12,4 metrar að breidd og er 2.293 tonn að stærð. Cloudbreak vakti að sjálfsögðu mikla athygli bæjarbúa og var fjölmenni að mynda hana. Ekki spillti fyrir að sjá stærðarinnar þyrlu taka sig á loft af þaki snekkjunnar. Í áhöfn eru 22, en sjö herbergi eru fyrir farþega auk einnar súpersvítu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir