Norðurálsmótið hafið

Nú í hádeginu var Norðurálsmótið sett í Akraneshöllinni. Það er fyrir knáa knattspyrnustráka á aldrinum sex til átta ára. Mótið í ár er örlítið fjölmennara en í fyrra eða um 50 keppendum, það verða því um 1500 keppendur á mótinu í ár. 176 lið eru skráð til leiks í 33 félögum. Búist er við metfjölda gesta á Akranesi um helgina en talið er að allt að sex til sjö þúsund manns sæki Akranes heim. Meðal gesta eru Grænlendingar en liðið B67 frá Nuuk spilar á mótinu og verður því fyrsta erlenda félagið í sögu mótsins.

Áður en mótið var sett formlega í Akraneshöllinni fóru öll lið mótsins í skrúðgöngu frá Stillholti og inn í höllina. Mikil stemming, spenna og gleði ríkti í liðunum í skrúðgöngunni og létu þau léttan rigningarúða ekki spilla gleðinni, eins og sjá má á þessum Stjörnumönnum. Það verður mikið líf og fjör á Akranesi um helgina þegar knattspyrnustjörnur framtíðarinnar taka sín fyrstu skref á ferlinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir