Hlaut nemendaverðlaun Tónlistarskólans á Akranesi

Hrefna Berg Pétursdóttir, 19 ára nemandi við Tónlistarskólann á Akranesi, hlaut verðlaun fyrir frábæran námsárangur, frammistöðu og fallegan tónlistarflutning á nýloknu skólaári. „Það er mjög mikill heiður fyrir mig að fá þessi verðlaun,” segir Hrefna í samtali við Skessuhorn. Verðlaunin eru veitt árlega af Rotarýklúbbi Akraness. Hrefna hefur áður unnið til þessara verðlauna árið 2011, sama ár og hún lauk grunnprófi í fiðluleik við skólann en fyrir það próf fékk hún hæstu einkunn sem gefin hefur verið fyrir stigspróf í hljóðfæraleik frá stofnun skólans. Hrefna hefur síðan þá lokið miðprófi en það var árið 2014. Hún er ekki viss hvort hún ætli sér í framhaldsprófið.

Sjá viðtal við Hrefnu Berg í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir