Guðni Th ferðast um Vesturland á sunnudaginn

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi mun heimsækja Vesturland sunnudaginn 12. júní ásamt konu sinni Elizu Reid. Í Borgarnesi er boðað til fundar í Félagsbæ kl. 12.00. Þaðan liggur leiðin á Snæfellsnes. Í Snæfellsbæ verður kaffispjall í Félagsheimilinu Klifi kl. 15.00 en klukkan 20.30 verður efnt til fundar í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi. Guðni mun kynna framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2016 ásamt því að svara spurningum gesta.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir