Slökktu eld í dúnhreinsun

Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út klukkan 14:11 í dag vegna elds í dúnhreinsun við Skúlagötu 7a í Borgarnesi. Hreinsunin er í skúr við íbúðarhúsið. Að sögn Jökull Fannars Björnssonar aðstoðarslökkviliðsstjóra  voru hárrétt viðbrögð eiganda dúnhreinsunarinnar þegar hann varð eldsins vart. Hann hafi lokað gluggum, komið sér út og kallað út slökkvilið. Reykkafarar fóru inn í húsnæðið, komu einhverju af dúni út og slökktu eldinn. Slökkvistarfi er nú lokið og gekk það vel, að sögn Jökuls Fannars.

Slökktu eld í dúnhreinsun

Líkar þetta

Fleiri fréttir