Bryndís og Völundur yfirkokkur í Ok Bistro í Borgarnesi. Ljósm. bþb.

Veitingastaðurinn Ok Bistro opnaður á morgun

Á morgun, föstudag, verður opnaður veitingastaðurinn Ok Bistro í Borgarnesi. Eigendur staðarins eru þær Bryndís Pétursdóttir og Eva Karen Þórðardóttir auk Þórðar Bachmanns og Hafsteins Haslers eigenda Grillhússins. Veitingastaðurinn er á efstu hæð í húsinu við Digranesgötu 2, fyrir ofan útibú Arions banka. „Útsýnið er mjög fallegt hérna bæði inn Borgarfjörðinn og þegar litið er til Hafnarfjallsins og nýtt listaverk blasir við okkur á hverjum degi. Útsýnið spilar svolítið hlutverk á staðnum. Það er hluti af upplifuninni. Við viljum að fólk komi hingað á Ok til þess að njóta; hér á að vera rólegt og þægilegt andrúmsloft,“ segir Bryndís Pétursdóttir. Nýi veitingastaðurinn tekur 70 manns í sæti.

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir